Anna María Friðgeirsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.
Mig langar að byrja á því að þakka Rögnu Valdísi fyrir þessa áskorun, ég er ein af þeim sem vinn ekki með uppskriftir og mín eldamennska hefur alltaf verið slump og slatti þannig þetta var ágætis hvatning í að skrifa niður eina uppskrift.
Það sem ég ætla að bjóða upp á er uppskrift af mínum allra uppáhalds tacos annars vegar tempura brokkolí taco og hins vegar risarækju taco bæði eru þau borin fram með siracha og lime mayo og mangó-granatepla salsa.
Mangó-granatepla salsa
Eitt stórt þroskað mangó
1 granatepli
1-2 þroskuð avocado
1/2 rauðlaukur
Kóríander eftir smekk (má sleppa)
Öllu hrært saman í skál og borið fram
Sriracha-lime mayo
3 dl Hellmanns létt mayonnaise (eða hellmanns vegan mayo ef það hentar betur)
3-4 msk. sriracha chilli sósa
Börkur og safi úr 1 til 2 lime
Rífið lime börkinn með rifjárni og kreistið safann, öllu hrært saman í skál og borið fram.
Tempura deig
3 og 1/2 dl heiti
2 tsk. lyftiduft
3 msk. maíssterkja (maisstivelse)
4-5dl sódavatn
Örlítið salt
Einn haus af brokkolí skorið í munnbita stærð, velt upp úr tempura deigi og djúpsteikt í ca. 5 mínútur eða þar til orðið gullin brúnt
Risarækjur með hvítlauk og chilli
1 poki ósoðnar risarækjur
1 geiralaus hvítlaukur
chilliflögur eftir smekk
Steinselja
Góð klípa smjör
Smjör brætt á pönnu við lágan hita, hvítlauk bætt á pönnuna, látið malla í 1-2 mínútur, hækkið hitann í miðlungs háan hita, bætið rækjunum og chilliflögunum við steikið þar til þær eru orðnar fagurbleikar. stráið steinselju yfir rækjurnar í lokin.
Þá er ekkert annað að gera en að skella þessu öllu saman.
Ég notast alla jafna við maís tortilla kökur, en hveiti tortillur eru í góðu lagi líka.
Berið fram með fersku rauðkáli, sriracha-lime mayo og mangó-granatepla salsa. sýrður laukur setur svo punktinn algjörlega yfir i-ið.
Ég mæli eindregið með að prófa, svo er hægt að leika sér með kjötið/grænmetið, hef prófað tofu í tempura og það kom virkilega skemmtilega út.
Endilega skellið í tacoveislu og njótið.
Verði ykkur að góðu!
Mig langar svo að skora á góðvinkonu mína og sælkerann Guðbjörgu Pálsdóttur til að deila með okkur uppskrift í næstu viku.