Guðni Th. Jóhannesson var einn fjölmargra Íslendinga sem fylgdist með leiknum og það gerði hann á Móbergi, dvalarheimili á Selfossi og birti eftirfarandi færslu á Facebook-síðu forseta Íslands eftir leikinn.
Ég þakka íbúum og starfsliði Móbergs gestrisni þeirra og góðvild. Þau senda baráttukveðjur til liðsins okkar úti. Sigurinn í kvöld lofar góðu fyrir framhaldið. Nú er það næsti leikur gegn öflugum Ungverjum á laugardag. Áfram Ísland!“
Selfoss, útungunarstöð öflugra handboltakappa, átti sannarlega miklu að fagna en okkar menn stóðu sig alir með stakri prýði. Bjarki Már var markahæstur Íslendinga með 9/3 mörk og var valinn maður leiksins. Ómar Ingi Magnússon var besti maður vallarins með 8,94 í einkunn hjá HBStatz, þar af með 8,99 í sóknareinkunn en hann skoraði sjö mörk í leiknum og sendi fimm stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson var algjör klettur í liðinu en hann skoraði 1 mark og var með 9,27 í varnareinkunn.