-11.6 C
Selfoss

Glókollur styrkir Háskólafélag Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands hlaut á dögunum styrk úr Glókolli en það eru styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins og er úthlutað tvisvar á ári.

Að þessu sinni voru það þrjú verkefni sem hlutu styrk og voru þau eftirfarandi:

Háskólafélag Suðurlands (250.000 kr.)

Uppsetning og kynning á Hreiðrum – frumkvöðlasetrum á Suðurlandi: Hreiðrin eru frumkvöðlasetur sem staðsett eru víða um Suðurland. Verkefnið felur í sér að kynna hugmyndafræðina í nágrenni setranna í því skyni að auka vitund frumkvöðla og íbúa á þeirri aðstoð og aðstöðu sem þar er veitt auk þeirrar samvinnu sem á sér stað milli Hreiðra.

Rata (500.000 kr.)

Hugmyndasmiðir: Framtíðin kallar á skapandi einstaklinga til að leysa flókin vandamál. Hugmyndasmiðir er fræðsluvettvangur sem gefur börnum kunnáttu, verkfæri og trú á eigin getu til að breyta heiminum í gegnum nýsköpun.

Svava Lóa Stefánsdóttir (250.000 kr.)

Gott að heyra: Verkefni um þróun á tæknilega betri heyrnartækjum  sem henta öllum kynjum.

Við mat á umsóknum leit þriggja manna matshópur, skipaður af ráðherra, til þátta á borð við gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, sérstöðu verkefnis eða viðburðar, nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar verkefnis væru skýr.

Fleiri myndbönd