-9.8 C
Selfoss

Þrjú HSK met á Ármótum Fjölnis

Þrjú HSK met voru sett í frjálsum íþróttum á Ármótum Fjölnis sem fram fór í Laugardagshöll, þann 29. desember síðastliðinn. Adda Sóley Sæland setti HSK met í 200 og 400 metra hlaupi í flokki 12 ára. Hún hljóp 29,97 í 200 metra hlaupinu og 66,48 í 400 metra hlaupinu.  Anna Metta Óskarsdóttir setti einnig HSK met í 3000 metra hlaupi í sama flokki en hún hljóp á 14,52,70.  Adda Sóley og Anna Metta æfa báðar með Ungmennafélagi Selfoss.

Fleiri myndbönd