-6.3 C
Selfoss

Krílafló fær nýja eigendur

Mánudaginn 2. Janúar sl. tók Jóhanna Þorvaldsdóttir við rekstri Krílafló, básaleigu fyrir ný og notuð föt á Selfossi, af Pálínu Agnesi Kristinsdóttur. Jóhanna nýtur dyggrar aðstoðar frá eiginmanni sínum Baldvini Inga Gíslasyni í þessu nýja verkefni. „Ég tók formlega við í gær  og er að kynnast ferlinu öllu, þetta er mjög spennandi. Við ætlum að halda sama fyrirkomulagi á versluninni og ætlum okkur ekki í neinar stórvægilegar breytingar til að byrja með. Áherslurnar verða allar þær sömu en langtímamarkmiðið er bara að gera meira úr þessu,“ sagði Jóhanna glöð í bragði í samtali við Dagskrána sl. þriðjudag.

Fleiri myndbönd