-3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Rósa í 4. sæti á heimsmeistaramóti

Rósa í 4. sæti á heimsmeistaramóti

0
Rósa í 4. sæti á heimsmeistaramóti
Rósa Birgisdóttir.

Rósa Birgisdóttir keppti á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í öldungaflokki í Minsk í Hvíta-Rússlandi laugardaginn 17. Júní sl. Flokkurinn sem Rósa keppti í var sterkur en þar voru átta konur skráðar til leiks. Rósa lenti ég í 4. sæti í heildina en hún hlaut brons í réttstöðulyftu.

Rósa lyfti 167,5 kr í hnébeygju, 97,5 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 440 kg og bætti sinn besta árangur um 27,5 kg.