0.6 C
Selfoss

Páll synti 36,3 kílómetra í nóvember

Landsátakið „Syndum“ stóð yfir dagana 01. – 30. nóvember í sveitarfélaginu líkt og hvert ár.

Góða þáttakta var hjá gestum Sundhallar Selfoss í átakinu og skráðu þeir vegalengd sína á blöð í afgreiðslu, einnig var hægt að skrá þáttöku á vefsíðunni www.syndum.is.

Einn fastakúnni var samt fremstur meðal jafningja og það var hann Páll G. Sigurþórsson hann mætti alla daga í nóvember og synti samtals 36,3 kílómetra. Þess má geta að Páll er fæddur á því herrans ári 1938 og er því 84 ára gamall.

Sundhöllin færði Páli smá þakklætisvott fyrir þáttökuna þegar hann mætti til að taka nokkar ferðir í innilauginni.

Fleiri myndbönd