0.6 C
Selfoss

„Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð“

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er álag mikið á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777. Svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112.

„Þar eru allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega. Fólk er vinsamlega beðið um að hringja alls ekki í Neyðarlínuna til að spyrja að þessum hlutum. Allar upplýsingar um lokanir vega og hugsanlegar opnanir er að finna á umferdin.is.

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar nær ekki að sinna öllum þeim fjölmörgu símtölum sem berast henni og því er fólk beðið um að fylgjast með á umferðarvef Vegagerðarinnar. Þar birtast upplýsingar um leið og teknar eru ákvarðanir um opnun og lokun vega.

Fleiri myndbönd