Engum hefur dulist sú mikla snjóa- og óveðurstíð sem hefur herjað á sunnlendinga síðustu daga. Fjöldahjálparmiðstöðvar voru opnaðar á Hellu, Selfossi og Þorlákshöfn á laugardagskvöld og aftur á Hellu í gærkvöld, þar sem strandarglópar gátu leitað skjóls, en fjöldi fólks sat fastur víðsvegar um Suðurland í ljósi þess að vegir lokuðust skyndilega eftir að snjóa tók á föstudagskvöld. Það tók ekki meira en tæplega þrjár klukkustundir eftir að fyrstu snjókorn vetrarins féllu, fyrir Hellisheiði og Þrengsli að loka vegna fjölda bíla sem sátu fastir í þungum snjónum. Þegar leið á nóttina var flestum vegum um Suðurland lokað vegna ófærðar og stóðu lokanir sumstaðar fram á sunnudagsmorgun, en ferðalangar sátu sumir hverjir fastir klukkustundum saman á leið sinni austur úr Reykjavík. Metúrkoma var á Selfossi á föstudagskvöld, þar sem sumstaðar mældist yfir 60 cm af jafnföllnum snjó, svo það virðist sem allar óskir sunnlendinga um jólasnjó hafi verið uppfylltar samtímis.
Skólahald féll niður í nokkrum skólum í dag og í gær vegna óveðurs, jólaböll, vettvangsferðir og skólaakstur féll víða niður og björgunarsveitir og lögregla hafa hvatt fólk til þess að halda sig heima sökum afleits ferðaveðurs.
Magnús Baldursson og Bryndís Eva Óskarsdóttir í Dalbæ í Flóa eru ýmsu vön, en hafa ekki lent í því áður að vera algjörlega snjóuð inni. Þurfti fjölskyldan öll að príla út um svefnherbergisglugga að baka til í húsinu þar sem snjó hafði skafið svo hressilega fyrir báðar útidyrnar sem sést glitta í toppinn á. Mynd: Magnús Baldursson
Snjóhengjur prýða fjölmörg hús á Suðurlandi um þessar mundir. Mynd: Arndís Tómasdóttir.
Meiri snjó? Mynd: Arndís Tómasdóttir
Það er gott að geta rifið fram græjurnar þegar allur jólasnjórinn fellur samtímis. Mynd: Arndís Tómasdóttir.
Mynd: Ásdís Sól Sigurðardóttir
Það er bíll þarna einhversstaðar undir hólnum. Mynd: Ásdís Sól Sigurðardóttir
Spurning um að kíkja í pottinn? Mynd: Ásdís Sól Sigurðardóttir
Hver þarf svosum að komast út? Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Jólalegt. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Fínasta troðsla þetta. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Snjórinn fellur í Þorlákshöfn. Þessi mynd var tekin kl 23:00 á föstudagskvöld. Mynd: Harpa Vignisdóttir.
Og þessi kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Mynd: Harpa Vignisdóttir
Það er vel hægt að fá sér sæti þarna og gæða sér á snjófjalli. Mynd: Inga og Eiki.
Núverandi jeppi, fyrrum hóll. Mynd: Katrín Rut.
Það þarf ekki einusinni að byggja snjóhús, bara grafa sig inn í næsta hól! Mynd: Katrín Rut.
Jólabílahólar. Mynd: Lára Sigurðardóttir.
„Já nei, ég held mig bara inni“. Mynd: Rakel Guðmundsdóttir.
Já, þetta eru semsagt bílar þarna undir öllum snjónum. Mynd: Linda Margrét Jafetsdóttir.
Það verður allt skemmtilegra ef maður er rétt útbúinn fyrir veðrið. Mynd: Linda Margrét Jafetsdóttir.
Þarna er lítið annað í stöðunni en að moka sig út. Mynd: Rakel Guðmundsdóttir
Fínustu snjógöng komin og barnið hæstánægt með afraksturinn. Mynd: Rakel Guðmundsdóttir.
Það er ekki allra að grafa bílana sína út úr klofhæðarháum snjó! Mynd: Þóra Guðmundsdóttir
Hissa og spenntur á sama tíma. Mynd: Þóra Guðmundsdóttir.
Bara íslensk börn sofa úti í svona miklum snjó. Mynd: Þóra Guðmundsdóttir
Það er vel hægt að nota þennan skafl ef heimilisfólk kemst ekki út að sækja sér jólatré. Mynd: Þórdís