Jólasýning fimleikadeildar Selfoss var haldin laugardaginn 10 desember síðastliðinn þar sem saga Disney ævintýrisins ENCANTO var sett upp. Sýningin var mjög vel sótt í ár en yfir 1200 manns sáu sýningarnar þrjár og því milli 400-500 manns á hverri sýningu. Gleðin skein úr hverju andliti þegar iðkendur okkar uppskáru eftir skemmtilegar æfingavikur í salnum.
Inga Heiða Heimisdóttir tók fallegar myndir á öllum sýningunum en þær myndir eru til sýnis inná Facebooksíðu Selfoss Fimleikamyndir. Hægt er að kaupa myndirnar en allur ágóði rennur í fræðslusjóð fimleikadeildarinnar.
Fimleikadeildin vill koma á framfæri þökkum til allra iðkenda, foreldra, þjálfara, sjálfboðaliða og styrktaraðila.
Myndirnar tók Inga Heiða Heimisdóttir.