-7.8 C
Selfoss

Nýr hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli

Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli.

Sjöfn er með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og er með réttindi til að starfa sem slíkur. Einnig hefur hún lokið hluta meistaranáms í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri. Sjöfn hefur starfað hjá Kirkjuhvoli síðastliðin fjögur ár, nú síðast í afleysingu í stöðu hjúkrunarforstjóra og áður sem hjúkrunarfræðingur á heimilinu. Í gegnum störf sín á Kirkjuhvoli hefur Sjöfn öðlast yfirgripsmikla reynslu af öldrunarmálum og hjúkrun aldraðra auk þess að hafa komist í kynni við stjórnun og rekstur heimilisins bæði sem hjúkrunarforstjóri í afleysingum og í gegnum meistaranám sitt. Áður starfaði Sjöfn í hálft ár í heimahjúkrun í Þýskalandi samhliða meistaranámi sínu og þar áður sem hjúkrunarfræðinemi og síðar hjúkrunarfræðingur hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi í þrjú ár.

Fleiri myndbönd