1.7 C
Selfoss

Banaslys á Móbergi til rannsóknar

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar banaslys sem varð á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi þann 10. nóvember sl.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um einstaka þætti rannsóknarinnar eða tildrög slyssins en staðfesti við fréttastofu RÚV að banaslys á Móbergi væri til rannsóknar. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Móberg er 5 deilda hjúkrunarheimili á Selfossi sem opnaði í október.

Fleiri myndbönd