1.7 C
Selfoss

Vel upplýstir nemendur í Stekkjaskóla

 Nemendur í 1. og 2. bekk í Stekkjaskóla fengu góða gjöf frá foreldrafélagi Stekkjaskóla og Sjóvá þriðjudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Sólveig Ingadóttir kom sem fulltrúi frá foreldrafélaginu og í samvinnu við lögregluna fengu nemendur merkt endurskinsvesti til eignar.

Ívar Bjarki og Magnús frá lögreglunni á Suðurlandi komu til okkar, ræddu við börnin um umferðaröryggi og mikilvægi þess að nota endurskinsvesti og endurskinsmerki í skammdeginu. Börnin voru virkilega áhugasöm og þökkuðu vel fyrir sig. 

Meðfylgjandi eru myndir af nemendum í 1. og 2. bekk í endurskinsvestunum sínum. Skólastjórnendur þakka foreldrafélaginu innilega fyrir þessa gjöf.

Fleiri myndbönd