1.7 C
Selfoss

Eldsvoði á byggingasvæði á Selfossi

Klukkan 6:41 í morgun barst slökkviliði tilkynning um eld í tveimur verkfæra-/geymslugámum á byggingasvæði við Austurhóla á Selfossi. Halldór Ásgeirsson varðstjóri segir í samtali við Dfs að eldsupptök séu ókunn og að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, þrátt fyrir að það sé alltaf erfitt að eiga við svona „lokuð ílát“. Ekkert tjón varð fyrir utan gámana.

Mynd: Steinn Vignir.

Fleiri myndbönd