-7 C
Selfoss
Home Fréttir Snæfríður Sól Jórunnardóttir á Danska unglingameistaramótinu í sundi 50m. laug.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir á Danska unglingameistaramótinu í sundi 50m. laug.

0
Snæfríður Sól Jórunnardóttir á Danska unglingameistaramótinu í sundi 50m. laug.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð í dag danskur unglingameistari í stúlknaflokki 15-17 ára í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:03,19mín. og var einungis 11/100 úr sek. frá stúlknameti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá 2012.

Snæfríður sigraði með yfirburðum og var rúmum 2 sekúndum á undan stúlku frá Álaborg sem Eyleifur Jóhannesson þjálfar.

Þetta er besti tími Íslenskrar konu í 200m. skriðsundi í 50m. laug á árinu. (Rúmri sek. betra en Eygló Ósk á Smáþjóðaleikunum í San Marinó)

Á laugardag sigraði Snæfríður Sól í 100m. skriðsundi á 0:57,30mín. sem er 33/100 frá stúlknameti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá 2012.

Aðeins Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hafa synti hraða í ár.

Snæfríður Sól syndir fyrir Hamar í Hveragerði hér á landi enda æfði hún í Hveragerði fram á 11 ár eða í 6 ár en flutti síðan til Danmerkur og syndir nú fyrir AGF í Árósum.