1.7 C
Selfoss

Grunnur að góðu breytingaskeiði

Halldóra Skúladóttir markþjálfi verður með opinn viðburð fyrir allar konur í Safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl 20:00. Frítt inn.

Konur á aldrinum 35-55 ára eru sérstaklega hvattar til að mæta en Halldóra fer yfir mýtur og staðreyndir og er með svörin við eftirfarandi spurningum og fleiri til:

– Er ég byrjuð á breytingaskeiðinu?
– Hvað er til ráða?
– Eru hormónar hættulegir?
– Hverju þarf að huga að?
– Hvað þarf að varast?

Halldóra hefur lært klíníska sálarmeðferð og dáleiðslu og er með diploma frá NHMS í „Confidence in the menopause“.

„Breytingaskeiðið hefur lengi verið geymt í myrkrinu, lítið mátt tala um þetta óumflýjanlega skeið sem allar konur fara í gegnum á einn eða annan hátt. Margar konur upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning. Breytingaskeiðið er meira en bara hitakóf og pirringur, sumar konur finna fyrir lífshamlandi einkennum og framtíðarheilsa getur verið í húfi. Markmið mitt er að fræða konur, uppræta fordóma og útrýma tabúinu,“ segir Halldóra.

Fleiri myndbönd