-6.6 C
Selfoss

Víkin vígð við hátíðlega athöfn

Síðastliðinn laugardag var Víkin, glæsilegt nýtt félagsheimili Stangaveiðifélags Selfoss á Fossnesi við Ölfusá vígt við hátíðlega athöfn en afnið er dregið af veiðisvæðinu sem félagsheimilið stendur við.

Formaður SVFS, Guðmundur Marías Jensson, hélt tölu þar sem hann þakkaði sérstaklega bæjaryfirvöldum í Árborg og Gunnari Egilssyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa, fyrir stuðninginn við byggingu félagsheimilisins sem átti sér langan aðdraganda. Fyrsta skóflustungan var tekin sumarið 2016 og síðan þá hafa félagsmenn byggt húsið í sjálfboðavinnu en hluti hússins var tekinn í notkun sumarið 2021.

Örn Grétarsson afhjúpaði skilti með nafni hússins, en félagið hafði boðað til nafnasamkeppni innbyrðis og nafnanefnd í kjölfarið sammælst um að húsinu skyldi gefið nafnið Víkin.

Fleiri myndbönd