Helgina 7.-9. október sl. var óvenju stór hópur íslensdinga staddur í Bikini Bottoms OffRoad Park í Dyersburg Tennesee í bandaríkjum Norður-Ameríku. Tilefnið var torfærukeppni sem innihélt 16 bíla sem komu í fjórum gámum frá Íslandi með Eimskipum, en nokkur hundruð íslendingar fjölmenntu á keppnina sem haldin var í fjórða sinn í ár. Í þremur efstu sætunum eftir helgina voru þeir Geir Evert Grímsson á Sleggjunni í 1. sæti, Ingvar Jóhannesson á Víkingnum í 2. sæti og Guðmundur Elíasson á Ótemjunni í 3. sæti, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera Sunnlendingar.