Forvarnarteymi Árborgar býður upp á fyrsta fyrirlestur skólaársins um jákvæð samskipti annað kvöld. Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hefur slegið í gegn með fyrirlestrum sínum um jákvæð samskipti og hefur hann flutt þá fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri.
Í fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.
Fyrirlesturinn fer fram á TEAMS, annað kvöld, þriðjudaginn 25. Október og hefst hann klukkan 20:30.
Tenging við TEMAS – beint á fyrirlestur
Viðburðurinn á Facebook