1.7 C
Selfoss

Stefnt á að kennsla hefjist í 2. áfanga haustið 2024

Bæjarráð Árborgar hefur staðfest tilboð sem barst í 2.áfanga Stekkjaskóla og falið sviðstjóra að semja við verktaka svo framarlega sem hann standist allar útboðskröfur.

Niðurstöður útboðsins eru að einn verktaki skilaði inn tilboði sem var 3,4% yfir kostnaðaráætlun sem var gerð af Verkís verkfræðistofu.

ÞG Verk ehf. bauð í framkvæmdina kr. 2.594.350.540 en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 2.510.000.000.

Áætlað er að framkvæmdir geti hafist strax á þessu ári og stefnt er á að kennsla hefjist í 2. áfanga skólans haustið 2024.

Fleiri myndbönd