-7.8 C
Selfoss

Margt verður til í kvenna höndum

Sýningin Margt verður til í kvenna höndum var opnuð laugardaginn 24. september, í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Sýningin var sett upp af Kvenfélaginu Einingu í Hvolhrepp en þar má finna handverk sem allt hefur verið unnið með nál sem og verkfæri sem notuð hafa verið til sauma. Sýningin verður opin frá kl. 12 – 18, laugardaga og sunnudaga til 9. október. Einnig verður hægt að taka á móti hópum á virkum dögum.

Margrét Guðjónsdóttir, formaður kvenfélagsins, hélt stutta ræðu í tilefni opnunarinnar og Margrét Tryggvadóttir sem átti hugmyndina að sýningunni kom með nál í pontu og sýndi gestum að margur er knár þótt hann sé smár og nálin hefur unnið kraftaverk í hundruð ára.

Fleiri myndbönd