-1.6 C
Selfoss

Einar Sverrisson framlengir við Selfoss

Stórskyttan Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Einar er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið stærstan hluta ferils síns hjá uppeldisfélaginu.  Hann hélt í stutt ævintýri til Vestmannaeyja þar sem hann lék tvö tímabil árin 2014-2016 og sneri svo heim þegar Selfyssingar unnu sér inn sæti í Olísdeildinni.

„Það er virkilega gleðilegt að Einar ætli að taka slaginn áfram með okkur.  Hann er gríðarlega leikreyndur og raunar einn markahæsti leikmaður meistaraflokks karla frá upphafi.  Það er ómetanlegt fyrir ungu leikmennina sem eru að fóta sig í deild þeirra bestu að hafa leiðtoga á borð við Einar sér við hlið.“ Segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss.

Fleiri myndbönd