Rangárþing eystra efnir til samkeppni um nafn á nýja leikskólanum sem nú er í byggingu við Vallarbraut 7 á Hvolsvelli.
Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.
Sérstök dómnefnd mun fara yfir innsendar tillögur og verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem að dómnefndin velur.
Frestur til að skila inn tillögum er til og með 6. október 2022