-1.2 C
Selfoss

Margt í boði á Sólheimum

Vinsælast

Lyftistöng fyrir samfélagið

Ónýtt kerfi

Kona, vertu ekki fyrir!

Helgina 1. – 2. júlí verður margt áhugavert um að vara á Sólheimum í Grímsnesi. Á laugardag verða tónleikar með hljómsveitinni Sæbrá sem flytur eigin lög í Sólheimakirkju kl. 14:00.

Í Sesseljuhúsi verður, umhverfisfræðsla á laugardagkl. 16:00 og er hún í umsjá Caitlin Wilson frá Landvernd. Einnig verður kennt hvernig hægt er að búa til heimagerðar snyrtivörur úr lífrænu hráefni.

Kirkjudagurinn er á sunnudag og verður guðsþjónusta í Sólheimakirkju kl. 14:00. Er það Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti sem messar.

Sýningin „Hvað hef ég gert!“ er í Sesseljuhúsi og samsýning, vinustofa í Ingustofu. Einnig er hægt að setjast niður í notalegu kaffihús.

Nýjar fréttir