1.7 C
Selfoss

Gonzalo framlengir við Selfoss

Spænski kantmaðurinn, Gonzalo Zamorano, hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samning sínum við knattspyrnudeild Selfoss.

Gonzalo kom til liðsins frá ÍBV í vetur og hefur hans fyrsta tímabil á Selfossi verið frábært. Hingað til hefur hann skorað 14 mörk fyrir félagið í öllum keppnum.

,,Ég elska að vera á Selfossi. Félagið og liðið er að vaxa í rétta átt og ég vil vera partur af því. Ég hef mikla trú á þjálfurunum og liðinu. Ég er viss um að liðið verði betra á næsta tímabilið með alla þessa frábæru ungu leikmenn sem verða reynslumeiri og enn betri á næsta ári,” sagði Gonzalo við undirskriftina.

Fleiri myndbönd