1.7 C
Selfoss

Hvetja, styrkja, þjálfa, meta og brosa

Langar þig að þjálfa þig í ræðumennsku? Viltu styrkja þig í framkomu?

Mánudaginn 19. september verður Powertalkdeildin Jóra með kynningarfund í Selinu á Selfossi, kl. 20-22. Á kynningarfundi verður sagt frá starfi Powertalk ásamt fundarhaldi. Félagar deildarinnar eru 10 talsins en nýr félagi verður innsettur von bráðar.

Powertalksamtökin bjóða þjálfun á eigin hraða í fundarstjórn, tímastjórnun, hlustun, fundarsköpum, framkomu í ræðustól sem og tileinkun á nefndar- og embættisstörf innan deildar.

Ársgjald í Powertalk er ca. 35.000 kr. en hægt er að fá slíkt endurgreitt af stéttarfélögum. Deildin verður 30 ára á árinu og einnig verður 500. fundur deildarinnar haldinn í nóvember. Veitingar verða á kynningarfundinum. Öll frá 16 ára aldri velkomin.

Fleiri myndbönd