Unnur Eyjólfsdóttir hefur verið sett sem deildarstjóri á Ljós og Fossheima og Móberg hjúkrunardeildir á HSU Selfossi.
Unnur útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2008. Hún hefur jafnframt lokið diplomanámi í Bráðahjúkrun frá H.Í. 2010. Unnur hefur starfað á Ljósheimum frá því í janúar 2022. Þar á undan starfaði hún í 10 ár við heimahjúkrun í Noregi.