1.7 C
Selfoss

Fór einn umhverfis jörðina

Vinsælast

Ljósmyndaklúbburinn Blik býður til fundar í aðalsal Hótel Selfoss miðvikudaginn 7. september kl. 19:30 þar sem öll eru boðin velkomin.

Í tilkynningu frá klúbbnum segir að Kristján Gíslason, öðru nafni Hringfarinn sé væntanlegur í heimsókn og að hann muni fjalla um ferð sína sem hann fór umhverfis jörðina á mótorhjóli, einn.

„Þetta er ekki saga mótorhjólakappa á þeysireið um veröldina heldur mannlífsrannsóknir ferðalangs í hnattferð á mótorhjóli. Kristján er fyrstur Íslendinga til að fara einn á farartæki umhverfis jörðina,“ segir enfremur í tilkynningunni.

Nýjar fréttir