7.3 C
Selfoss

Nanna Rögnvaldsdóttir á Brimrót

Haustgildi, menning er matarkista, verður haldin í annað skipti í ár á Stokkseyri 10.-11. september. Hátíðin fer fram í Hafnargötunni á Stokkseyri og í hinum fjölmörgu galleríum sem er að finna á Stokkseyri. Dagskráin stendur frá kl. 13 – 21 á laugardag og 13-17 á sunnudag.

Til að hita upp fyrir uppskeruhátíðina Haustgildi, menning er matarkista, sem fer fram 10. – 11.9. á Stokkseyri, mun Nanna Rögnvaldsdóttir koma á Brimrót sem er á efri hæð Gimlis við Hafnargötuna á Stokkseyri sunnudaginn 4. september kl. 14 og spjalla um íslenska matarmenningu og erlend áhrif.

Nönnu þarf vart að kynna fyrir öllu matelsku fólki. Hún er framúrskarandi kokkur og afkastamikill höfundur fjölda uppskriftabóka um flest það sem við kemur mat, mataræði og sérstaklega því sem kalla mætti íslenska matarmenningu. Í tilefni af heimsókninni er bókum hennar gert sérstaklega hátt undir höfði á bókasafninu á Selfossi þessa dagana. Vörur frá ítalska meistaranum Roberto Tariello sem vinnur vörur sínar í Þykkvabæ verða líka til sölu og kynntar. Vörurnar hans, pylsur og salami verða sífellt vinsælli. Svo vinsælar að hann annar varla eftirspurn og fengur að fá eitthvað frá honum á Haustgildi en Roberto er einmitt gott dæmi um erlend áhrif á íslenska matarmenningu.

Nýjar fréttir