-7.8 C
Selfoss

Börnin úr Mjólkurbúshverfinu heimsóttu MS

Síðastliðinn fimmtudag hittust nokkir gamlir Selfyssingar, nánar tiltekið þeir sem voru börn í Mjólkurbúshverfinu frá 1945 til 1960.

Hópurinn, um 25 manns, heimsótti fyrst mjólkurbúið (nú MS), gamla vinnustað foreldra sina og „leiksvæðið“ þar um kring undir leiðsögn Ágústs Þórs Jónssonar rekstrarstjóra.

Að því loknu hélt hópurinn á Hótel Selfoss þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir, Eiríkur G. Guðmundsson og Kristján Larsen buðu upp á frásagnir um æskudaga í Mjólkurbúshverfinu og myndasýningar frá tímabilinu 1945 til 1960.

Fyrir hönd sveitarfélagsins heilsaði Kjartan Björnsson upp á hópinn og hélt stutta tölu um sína upplifun af Mjólkurbúshverfinu á sínum ungdómsárum.

Fleiri myndbönd