-5.5 C
Selfoss

Seyrustaðir formlega kynntir

Í gær, fimmtudaginn 25. ágúst var loks komið að formlegri opnun móttökustöðvar fyrir seyru á Flúðum. Móttökustöðin var tekin í notkun árið 2020 en vegna heimsfaraldurs hefur ekki verið hægt að sýna húsnæðið og kynna formlega. 

Það eru sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur sem standa að rekstri móttökustöðvarinnar. Áðurnefnd sveitarfélög eru svo í samvinnu við Landgræðsluna og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um afsetningu seyrunnar upp á Hrunamannaafrétti. 

Fleiri myndbönd