-7.8 C
Selfoss

Orkídea

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Helsta markmið samstarfsins er að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið.

Heiti verkefnisins, Orkídea, er sprottið af orðunum orka og ídea. Þannig vísar nafnið bæði til grænnar orku og þeirra nýstárlegu hugmynda sem spretta í frjóum jarðvegi.

Framtiðarsýn

Orkídeu er ætlað að efla nýsköpun og rannsóknastarf á Suðurlandi, sér í lagi á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að koma á öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf. Markmiðið er að fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans, auka samkeppnishæfni íslenskra afurða á alþjóðlegum markaði og gera Suðurland leiðandi í samspili orku, umhverfis og samfélags.

Fleiri myndbönd