Sveitarfélagið Ölfus vinnur nú með Römpum upp Ísland að því að koma upp 5 til 8 nýjum römpum í Þorlákshöfn. Eins og þekkt er gerir Römpum upp Ísland rampa, viðkomandi að kostnaðarlausu en sinnir eingöngu aðgengi að verslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu í eigu einkaaðila. Samstarf Sveitarfélagsins Ölfus og Römpum upp Íslands gerir ráð fyrir að settir verið upp 5 til 8 rampar í Þorlákshöfn og er í því samhengi óskað eftir ábendingum það hvar úrbóta er helst þörf.
Sveitarfélagið Ölfus ætlar að byrja á römpum:
þar sem mannfjöldinn er mestur (í miðbæ – á aðalgötunni …).
þar sem hæð að hurðargati er 15 cm eða minna.
Þar sem hurðarop er 83 cm eða meira.
Þar sem gangstétt er nægjanlega breið til að rúma ramp og gönguleið. (Miðað við ofantalin hæðamörk má hallinn ekki vera meira en 1:12 sem segir að t.d. 10 cm hæð við hurðargat kallar á ramp, 1,20 cm á lengd).
Ramparnir eru með þeim hætti að 15 cm hækkun er í formi bungu sem er aflíðandi frá hurð í halla 1:12 RUÍ mun teikna allar aðgengisbreytingar og leggja þær fyrir sveirarfélagið sem eftir atvikum fær samþykki einkaaðila (þar sem þeir eiga lóðina). Ekki er reiknað með rekstrarstöðvun á meðan á framkvæmd stendur.Sem fyrr segir er nú leitað eftir ábendingum bæjarbúa um hvar rampa sé helst þörf. Þá er einnig leitað að samstarfi við verslunareigendur og þjónustuveitendur sem hafa áhuga á að bæta aðgengi með römpum.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Halldórsson, umhverfisstjóra, með tölvupósti á david@olfus.is.