-6.6 C
Selfoss

Vel heppnuð Töðugjöld á Hellu

Vinsælast

Margt var um manninn á Töðugjöldum á Hellu um liðna helgi. Boðið var upp á afþreygingu fyrir alla fjölskylduna og að vanda tókst vel til. „Töðugjöldin hafa verið haldin frá árinu 1994 og stimpla sig þar með inn sem ein elsta og virðulegasta bæjarhátíð sem haldin er á landinu. Brottfluttir Rangæingar flykkjast heim aftur til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá með heimafólki og hitta gamla félaga og vini. Ein aðalástæðan fyrir töðugjöldunum í Rangárþingi ytra er að sem flestir taki þátt með sínum hætti og á sínum eigin forsendum,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings Ytra.

 

Nýjar fréttir