Margt var um manninn á Töðugjöldum á Hellu um liðna helgi. Boðið var upp á afþreygingu fyrir alla fjölskylduna og að vanda tókst vel til. „Töðugjöldin hafa verið haldin frá árinu 1994 og stimpla sig þar með inn sem ein elsta og virðulegasta bæjarhátíð sem haldin er á landinu. Brottfluttir Rangæingar flykkjast heim aftur til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá með heimafólki og hitta gamla félaga og vini. Ein aðalástæðan fyrir töðugjöldunum í Rangárþingi ytra er að sem flestir taki þátt með sínum hætti og á sínum eigin forsendum,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings Ytra.
Tónleikarnir Raddir úr Rangárþingi fóru fram á fimmtudagskvöldi á Stracta Hótel Hellu. Mynd: Rangárþing Ytra
Brettagarður var opnaður á Hellu og er hann staðsettur við íþróttahúsið á Hellu. BMX Brós komu og héldu sýningu og kennslu sem var virkilega vel sótt. Mynd: Rangárþing Ytra
Mynd: Rangárþing Ytra
Mynd: Rangárþing Ytra
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Morgungönguna á Töðugjöldum leiddi Jón Ragnar Björnsson. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Leikhópurinn Lotta mætti á svæðið og hélt sýningu Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Kassaklifur Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu var vel sótt Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Bettina Wunsch var með hestvagn á svæðinu og voru margir sem þáðu far. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Hnallþórukeppnin var æsispennandi og var gríðarlega góð þátttaka. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Harmonikkusveit Suðurlands spilaði í íþróttahúsinu um leið og öllum íbúum var boðið til morgunverðar af fyrirtækjum á svæðinu. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Hoppukastalarnir voru vinsælir. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Bílasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu var glæsileg að vanda. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Hverfin voru skreytt eftir litum græn/appelsínugult, rautt, blátt, gult og fjólublátt. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Það var Brúnalda 2 sem hreppti verðlaun fyrir best skreytta húsið 2022. Fengu þau farandgrip til varðveislu í eitt ár ásamt því Húsasmiðjan gaf glæsilegt grill í verðlaun. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
óhanna Gerður Hrannarsdóttir sigraði söngkeppni barna eldri flokk og flutti lag sitt á kvöldvöku Töðugjalda. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Eftir frábæra tónleika á fimmtudagskvöldi komu Raddir úr Rangárþingi aftur fram á kvöldvöku Töðugjalda á laugardagskvöldið. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.
Flugeldasýningin á Töðugjöldum var sú magnaðasta sem menn muna eftir, erfitt er að fanga á mynd mikilfengleika og upplifun. Það var Þjótandi sem styrkti flugeldasýningu á Töðugjöldum 2022. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Óla Mynd.