-1.1 C
Selfoss

Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Hveragerði, Hvolsvöllur og Vík komin í 5G hópinn

Nú hafa Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Hveragerði, Hvolsvöllur og Vík bæst í hóp þeirra bæjarfélaga sem hafa aðgang að 5G neti og mörgum bæjarbúum stendur því til boða áður óþekktur nethraði. Nova hefur frá upphafi verið í farabroddi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi. Nú hafa 65 sendar þegar verið settir upp í öllum landshlutum og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024.

Mun meiri afköst og hratt streymi

„Fyrir Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hveragerði, Hvolsvöll og Vík þýðir innleiðingin mun meiri afköst en íbúar hafa þekkt hingað til, hvort sem er í gegnum síma eða jarðtengingar, auk þess sem 5G þjónusta mun veita íbúum gífurlega hratt streymi, styttri svartíma, og niðurhal á ofurhraða,“ segir Benedikt Ragnarsson framkvæmdastjóri fjarskipta Nova.

5G skilar að jafnaði 150-200 Mb/s hraða á sekúndu og fer reglulega upp fyrir 1.000 Mb/s. „Það þýðir að þeir íbúar sem eru með tæki sem styðja 5G, eru með eina hröðustu nettengingu sem fyrirfinnst á Íslandi og reyndar heiminum öllum. 5G hraði jafnast á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur,“ segir Benedikt Ragnarsson.

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova: „5G Nova er nú þegar komið upp í öllum landshlutum og mun eflast hratt á næstu mánuðum. Fleiri og öflugri sendar auka öryggi landsmanna. Nova hefur fjárfest umtalsvert í innviðum sínum á síðustu árum sem hefur gert félaginu kleift að stíga mikilvæg skref sem þessi og halda áfram að vera leiðandi og í fremstu röð í innleiðingu 5G á Íslandi.”

Fleiri myndbönd