Fyrirlestur verður að Kvoslæk í Fljótshlíð laugadaginn 13. ágúst klukkan 15.00. Þá ætlar Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur, leiðsögumaður og kennari við Leiðsöguskóla Íslands að lýsa í máli og myndum stórbrotnum kröftum sem mynduðu og mótuðu landslagið við Markarfljót og í Þórsmörk. Kaffiveitingar að loknum fyrirlestrinum. Aðgangur ókeypis.
Myndin sýnir kirkjuna að Hlíðarenda í Fljótshlíð og veginn inn með hlíðinni í áttina að Markarfljóti, til hægri sjást hlíðar Eyjafjallajökuls.