Rangárþing ytra hefur nú hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með jafnlaunavottuninni hefur Rangárþing ytra öðlast heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára. Vottunin var framkvæmd af faggiltu vottunarstofunni iCert ehf. sem hefur nú afhent Rangárþingi ytra vottunarskírteini ásamt skýrslu um niðurstöðu úttektar.
Jafnlaunavottun felur í sér vottun á jafnlaunakerfi sem Rangárþing ytra hefur innleitt og tryggir að málsmeðferð og launaákvarðanir byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Við ákvörðun launa er tekið mið af verðmætamati starfa, sem felur m.a. í sér að starfsfólki hjá Rangárþingi ytra skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni hvers og eins.
Jafnlaunavottunin er mikilvægur áfangi og gleðiefni að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins hafi fengið jafnlaunavottun.
Rangárþing ytra