Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir umferðarslys sem varð á Fjallabaksleið nyrðri nálægt Ljótapolli um hádegi í dag.
Þeir slösuðu voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar en mbl.is, sem greindi fyrst frá slysinu hafði eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að þeir slösuðu hefðu verið komnir í sjúkrabíl rétt fyrir klukkan 14.00 en björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út til þess að flytja fólkið til móts við sjúkrabílinn.
Sjúkrabílar, lögregla og björgunarsveitir á hálendisvakt í Landmannalaugum komu á vettvang þegar slysið bar að, ásamt björgunarsveitarfólki á Suðurlandi.