7.3 C
Selfoss

Enn bætist í hóp góðra aðila í Verinu

Vinsælast

Varma Orka ehf og Baseload Power Iceland ehf setja upp starfsaðstöðu í Verinu hjá Ölfus Cluster.

Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastóri ÖC og fulltrúar Varmaorku og Baseload, Ragnar Sær og Anders Bäckström skrifuðu í gær undir samstarfssamning um afnot af aðstöðunni í Verinu.

Varmaorka og Baseload Power Iceland í samstarfi við landeigendur Í Ölfusi vinna að undirbúningi fyrir orkuöflun á lághitasvæðum í Sveitafélaginu Ölfusi. Áhersla er á svæði þar sem jarðhiti er yfir 100°C en Varmaorka hefur náð góðum árangri með slíkum jarðhitavirkjunum t.d. við Kópsvatn á Flúðum og við Efri-Reyki í Bláskógabyggð. Ragnar Sær Ragnarsson frá Varmaorku leiðir þessa vinnu. Að sögn Ragnars kallar starfsemin í Ölfusi á viðveru og náið samstarfi við landeigendur og heimamenn og því virkilega gott að geta nýtt aðstöðuna í Verinu og þjónustu Ölfus Cluster til þess til að byggja upp starfsemina á svæðinu.

Verkefnin sem eru í undirbúningi falla einkar vel að auðlindastefnu Sveitafélagsins þar sem markmiðin eru að framleiða orku úr lág-varma og umfram-varma og nýta til frekari atvinnuuppbyggingar í Sveitafélaginu. Hin gríðarlega mikla atvinnuuppbygging sem á sér stað innan sveitafélagsins, m.a. í landeldi á laxi, ylrækt og jarðefnaiðnaði kallar á mikla orku og er ljóst að orkuþörfin mun bara aukast næstu árin. Það er því mikilvægt fyrir uppbygginguna hér að fá inn aðila sem horfa til nýsköpunar í okunýtingu á lágvarma og umframvarma og stuðla þannig að sjálfbærni auðlindarinnar. Næstu skref verkefnisins snúa að rannsóknum og öflun frekari þekkingar á þeim svæðum sem horft er til. Hér er verið að taka enn eitt skrefið í að tryggja þeim verkefnum sem unnið er að í sveitafélaginu græna orku úr endurnýjanlegum orkuforða Ölfuss

Nýjar fréttir