3.4 C
Selfoss

Ökumaður fluttur á slysadeild eftir bílveltu

Vinsælast

Samkvæmt dagbók lögreglu voru 3 ökumenn sem lögregla hafði afskipti af í liðinni viku grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.  Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn sem endaði með veltu á Auðsholtsvegi í uppsveitum Árnessýslu.  Ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem gert var að sárum hans.  3 aðrir ökumenn sem höfð voru afskipti af eru einnig grunaðir um ölvun við akstur og að auki fær einn þeirra væntanlega sekt vegna aksturs á 4 negldum hjólbörðum.

Nýjar fréttir