-4.3 C
Selfoss

Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?

Vinsælast

Listasafn Árnesinga opnar nýja sýningu laugardaginn 4. júní kl. 15:00. Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings; Zsóka Leposa á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. 

Vandað hefur verið til verks og einnig gefin út vegleg sýningarskrá með ritgerðum og endurminningum listamanna. 

Starfsmenn safnsins hlakka til að deila með gestum okkar þessum hluta listasögunnar sem hefur mikið til gleymst en samt sem áður er mestur hluti af því sem við sýnum komið úr geymslum Nýlistasafnsins. 

Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands leikur fyrir gesti og breski listamaðurinn Nick White mun einnig bjóða upp á vinnustofur um helgina, og eins og alltaf er ókeypis inn. 

Nýjar fréttir