-7 C
Selfoss

Sýningarreitir Sláturfélags Suðurlands og Yara á Hvolsvelli 2022

Vinsælast

Nú í vor voru lagðir út 36 sýningarreitir fyrir framan verslun SS á Hvolsvelli á vegum Búvörudeildar SS. Markmið reitanna er að geta sýnt gestum og gangandi áhrif mismunandi áburðarskammta á korn og hafra.

Til að athuga hvort sýrustigið sé ákjósanlegt þá var tekið jarðvegssýni úr reitunum í vor. Mikilvægt er að sýrustigið sé á bilinu pH 6-6,5 svo að upptaka næringarefna verði sem best. Æskilegt sýrustig fyrir bygg er á bilinu pH 6,0-6,5 og fyrir hafra pH 5,8-6,3.

Sáð var byggi í 30 reiti en notuð voru 2 ja raða yrkin Kría, Anneli og Filippa og 6 raða yrkin Smyrill og Aukusti. Einnig var sáð í 6 reiti af höfrum með yrkinu Niklas. Allir reitirnir fengu 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí. Allur áburður sem var notaður er frá Yara.

Reitirnir eru vel merktir og er gestum og gangandi velkomið að ganga um svæðið.

Nýjar fréttir