-7.7 C
Selfoss

Kjúklingur í satay með spínati

Ég vil byrja á að þakka Magga Peru „Soldáninum af Breiðholti“ fyrir að skora á mig. Það er ekki hægt að hugsa sér betri vin en hann til að bjóða í mat því hann er hress, skemmtilegur og finnur ekki bragð.

Hann veit líka að þessa dagana þá bý ég á hótel mömmu með alla fjölskylduna og því ekki mikið í eldhúsinu en ég á samt einn rétt sem er í miklu uppáhaldi og ekki ótrúlegt að ég hafi komið með hann hér áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Kjúklingur í satay með spínati

3-4 stk kjúklingabringur
1-2 dl kúskús
1 box ferskt spínat
3-4 stk tómatar
½ stk Rauðlaukur
½ – 1 dós Fetaostur
½ – 1 poki Salthnetur
1-2 stk Avacadó
1 dós Satay sósa

Aðferð:

Kjúklingurinn er steiktur á pönnu og satay-sósunni helt yfir og látið malla. Kúskús-ið er soðið eftir leiðbeiningum. Tómatar, avacadó og rauðlaukur er skorið frekar smátt og blandað ásamt salthnetunum og fetaostinum (olían með).

Takið eldfast mót og setjið spínatið í botninn á því. Dreifið kúskús-inu yfir það og hellið síðan kjúklingnum (heitum) yfir. Þegar það er komið setjið þið salatblönduna yfir og þá er rétturinn tilbúinn

Meðlætið sem ég mæli með er doritos snakk og hvítlauksbrauð.

Að lokum langar mig að skora á Norðmanninn frá Hvolsvelli sem býr á Skeiðunum og er að byggja á Selfossi hann Ástmar Karl Steinarsson en ég veit að hann er mikill ástríðukokkur.

Fleiri myndbönd