-12.1 C
Selfoss

Tónlistarbekkir í Árborg

Settir hafa verið upp Tónlistarbekkir á helstu gönguleiðir í Árborg.

Tónlistarbekkir er verkefni sem þróað er af Ingu Margrét Jónsdóttur og var hrundið af stað til að gera tónlistarsögu Árborgar sýnilega og aðgengilega fyrir almenning. Árborg hefur í gegnum tíðina gefið af sér hæfileikaríkt tónlistarfólk sem hefur látið af sér kveða í íslensku tónlistarlífi. Tónlistarbekkirnir vekja athygli á þessu listafólki og tónlistararfi Árborgar á skemmtilegan og heilsueflandi hátt.

Hægt er að finna Tónlistarbekkina á gönguleiðakortinu á vef Árborgar.

Íbúar Árborgar eru hvattir til að fá sér göngutúr, hlaupa eða hjóla á milli og njóta góðrar tónlistar úr sinni heimabyggð.

Þeir listamenn sem koma fram á Tónlistarbekkjum í Árborg eru Benny Crespo´s Gang, Kiriyama Family, Kristjana Stefánsdóttir, Mánar, Skítamórall og Steini Spil.

Hönnun & Þróun: Inga Margrét Jónsdóttir, viðskiptafræðingur og menningarstjóri.

Grafísk hönnun á myndum: Þorgerður Helgadóttir, grafískur hönnuður.

Fleiri myndbönd