Aðstandendafélag hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli afhenti heimilinu hjólastólagalla að gjöf.
Hjólastólagallinn Hlýtt úti er sérhannaður með aldraða og hreyfihamlaða í huga. Hlýtt úti er hannaður af Ólöfu Árnadóttur. Hugmyndin varð til þegar móðir Ólafar veiktist alvarlega og átti erfitt um gang.
Hlýtt úti hjólastólagallinn er sérsaumaður útivistargalli,loðfóðraður, vatns-og vindþéttur og gefur möguleika á aukinni útiveru og gæðastundum allan ársins hring.
Framleiðandi: P & Ó
F.h. Aðstandendafélagsins
Katrín J. Óskarsdóttir