Hjá Hestamannafélaginu Geysi er gríðarlega öflugt æskulýðsstarf. Hefð er fyrir því að halda sýningu þann 1. maí og var kærkomið að geta loksins haldið hana eftir tveggja ára hlé. Á æskulýðssýningu koma fram knapar á öllum aldri ásamt því að í ár var boðið upp á óvænt atriði, rallýakstur með hestvagn.
Framtíðin svo sannarlega björt hjá Hestamannafélaginu Geysi.