Stúdíó Sport hlaupið fór fram í annað sinn á Selfossi síðasta sunnudag. Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við verslunina Stúdíó Sport á Selfossi stendur fyrir hlaupinu sem fór vel fram, en Frískir Flóamenn stóðu fyrir Jötunnhlaupinu frá 2017-2019 og þar áður fyrir Hlaupið eins og vindurinn eða Intersport/Byko hlaupinu. Keppt var í tveimur vegalengdum, 5 og 10 km og var ræst í bæði hlaupin á sama tíma frá Kirkjuvegi.
Í 10 km hlaupinu var Hannes Björn Guðlaugsson fyrstur á tímanum 38:33 sek. Alex Sigurðarson annar á 39:04 sek. og Haukur Freyr Axelsson í þriðja sæti á 41:13 sek. Fríða Rún Þórðarardóttir var fyrst kvenna á 42:47 sek. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir önnur á 49:16 sek. og Sara Árnadóttir þriðja á 49:17 sek. .
Í 5 km hlaupinu kom Arnar Pétursson fyrstur í mark á tímanum 15:42 sek. og næstir á eftir honum komu Stefán Kári Smárason á 16:57 sek. og Páll Jóhannesson 18:03 sek. Í kvennaflokki voru Verena Karlsdóttir í fyrsta 19:06 sek. Halldóra Huld Ingvarsdóttir í öðru á 19:25 sek. og Hulda Fanný Pálsdóttir í því þriðja á 19:47 sek.
Myndirnar tók Björgvin Rúnar Valentínusson, Ritstjóri Dagskrárinnar.