7.3 C
Selfoss

140 manna kór fyllti Skálholtskirkjuo

Í gær stóð kór Menntaskólans að Laugarvatni loksins fyrir sínum fyrstu vortónleikum síðan árið 2019. Tónleikarnir voru haldnir í Skálholtskirkju og hófust á þjóðlegum nótum með lögunum Land, þjóð og tunga, Land míns föður og Vísur Vatnsenda-Rósu sem skildu flesta tónleikagesti eftir með áfasta gæsahúð.

Í hléi flykktust allir söngvararnir 140, út úr kirkjunni og sneru svo til baka í litskrúðugum fötum og tilkynntu að þar og þá myndu þau skipta um gír og hefja fjörið. Lifi ljósið, Yfirgefinn og Leikur að vonum voru síðustu þrjú lög kórsins og ekki var laust við stemningu hjá tónleikagestum og kórmeðlimum í þessum, sennilega stærsta kór landsins.

Kórnum stýrir Eyrún Jónasdóttir og sá hún um undirleik ásamt nemendum skólans en Gísella Hannesdóttir, formaður kórsins, lék undir á píanó ásamt Hákoni Kára Einarssyni. Arnar Högni Arnarsson lék á bassa, Gunnar Tómasson, Ívar Dagur B. Sævarsson og Óskar Snorri Óskarsson léku á gítar og Bjarni Sigurðsson og Þrándur Ingvarsson léku á trommur.

Myndirnar tók Helga Guðrún Lárusdóttir, blaðamaður Dagskrárinnar.

Fleiri myndbönd