Nú verður aftur hægt að bjóða kirkjugestum upp á morgunhressingu að aflokinni messu um páskanna. En eins og áður verður messað í Selfosskirkju á páskadagsmorgun kl. 8.00. Það er sóknarnefndinni mikill heiður að bjóða til hressingar að aflokinni messu. Nokkur fyrirtæki í bænum hafa lagt sóknarnefndinni lið með hráefni til morgunverðarins sem hún er afskaplega þakklát fyrir. Vonandi koma sem flestir í messu á páskadagsmorgun og njóta hressingar á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur, gleðilega páska.
Einnig vekjum við athygli á að árlegur hreinsunardagur hjá Selfosskirkju verður laugardaginn 23. apríl frá kl. 10 til 14.
Með kveðju,
Björn I. Gíslason, formaður sóknarnefndar.