-6.9 C
Selfoss

Elsti starfandi barnaskóli landsins á betra skilið

Vinsælast

Á almennum borgarafundi, sem haldinn var á Eyrarbakka sunnudaginn 20. mars 2022 og sóttur af fimmtungi íbúanna. Boðað var til fundarins að frumkvæði fulltrúa í hverfisráði Eyrarbakka, þeirra Drífu Pálín Geirs, Estherar Helgu Guðmundsdóttur og Vigdísar Sigurðardóttur. Voru eftirfarandi ályktanir samþykktar samhljóða.:

Bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar að ganga í það strax að byggja upp bráðabirgðakennsluhúsnæði á Eyrarbakka með þeim hætti að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti næsta haust. Skólastarf verði þannig áfram tryggt í báðum þorpum, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skólastarf er hjarta hversbæjarfélags og fjarlægð frá skólum oft stór þáttur í búsetuvali barnafólks. Verði skólahald á Eyrarbakka lagt niður mun lítil þjónusta verða eftir í þorpinu sem myndi leiða til lítillar nýliðunar barnafólks. Jafnvel gæti farið svo, að á Eyrarbakka verði aðeins eldri borgarar búsettir og húseignir seljist á lágu verði til frístundabúsetu.

Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar að byggja upp framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka, ásamt aðstöðu til verkgreinakennslu, íþróttaiðkunar og sunds. Jafnframt að skólahúsnæði á Stokkseyri verði fullbúið sem og viðunandi íþróttaaðstaða. Með því verði þorpunum Eyrarbakka og Stokkeyri sýndur sá sómi semþeim ber og hampað því starfi og hlutverki sem elsti starfandi barnaskóli landsins, sem nú heldur upp á 170 ára starfsafmæli sitt, sinnir.

Nýjar fréttir